Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
banner
   þri 31. desember 2024 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Olmo verður áfram hjá Barcelona
Mynd: Barcelona
Umboðsmaður spænska sóknartengiliðsins Dani Olmo hefur staðfest að leikmaðurinn verði áfram hjá Barcelona.

Barcelona hefur átt í erfiðleikum með að skrá Olmo í hópinn fyrir síðari hluta tímabilsins vegna fjárhagsvandræða.

Félagið tók ákvörðun um að selja sérstök VIP-sæti á Nou Camp til þess að safna pening til að skrá bæði Olmo og Pau Victor.

Dómstóll á Spáni hefur hafnað beiðni Börsunga um að skrá leikmennina í tvígang en ef það tekst ekki að skrá leikmennina getur Olmo farið á frjálsri sölu.

Andy Bara, umboðsmaður Olmo, blæs á sögusagnir um að hann sé á förum.

„Dani hefur tekið ákvörðun um að vera áfram hjá Barcelona því hann vill spila fyrir félagið. Við erum ekki að íhuga aðra möguleika í stöðunni. Hann vill bara spila fyrir Barcelona,“ sagði Bara við GiveMeSport.
Athugasemdir
banner
banner