Manchester United tapaði gegn Newcastle í úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fjórða tap liðsins í röð í öllum keppnum.
Rúben Amorim tók við af Erik ten Hag og hefur stýrt liðinu í átta leikjum í deildinni.
Liðið hefur tapað fimm af þeim leikjum en það er slakasti árangur hjá stjóra Man Utd síðustu 103 ára.
Amorim hefur talað um að hann geti ekki undirbúið liðið almennilega fyrir leiki þar sem lítið er hægt að æfa yfir hátíðarnar. Nú fær hann góðan tíma fyrir næsta leik gegn toppliði Liverpool þann 5. janúar á Anfield.
Athugasemdir