Síðasti slúðurpakki ársins er mættur og eru margir skemmtilegir molar í honum.
Misheppnuð tilraun spænska félagsins Barcelona um að skrá Dani Olmo (26) aftur í hópinn fyrir seinni hluta tímabilsins hefur opnað dyr fyrir Manchester City og Manchester United um að fá Olmo á frjálsri sölu. (Mundo Deportivo)
Real Madrid vill helst fá Trent Alexander-Arnold (26), hægri bakvörð Liverpool og enska landsliðsins, til félagsins í janúar, en er tilbúið að bíða til sumars þegar samningur hans rennur út, það er að segja ef Liverpool er ekki tilbúið til að selja hann í janúar. (Marca)
Sænski framherjinn Alexander Isak (25) er tilbúinn að vera áfram hjá Newcastle United ef félagið hafnar meðal fjögurra efstu í ensku úrvalsdeildinni, en það yrði mikið högg fyrir Arsenal sem hefur mikinn áhuga á kappanum. (Sun)
Chelsea er að skoða Liam Delap (21), framherja Ipswich, og Evan Ferguson (20) hjá Brighton til þess að auka samkeppnina fyrir senegalska framherjann Nicolas Jackson. (Talksport)
Cristiano Ronaldo (39) hefur neitað að útiloka þann möguleika að hann fari frá Al Nassr í sumar, en honum er frjálst að ræða við önnur félög á morgun. (Marca)
West Ham ætlar að gefa Julen Lopetegui, stjóra félagsins, meiri tíma til þess að rétta úr kútnum. (Telegraph)
Wolves hefur sett austurríska miðvörðinn Kevin Danso (26) efst á óskalistann fyrir janúargluggann. (Sky Sports)
Bayer Leverkusen er eitt af mörgum félögum sem eru að skoa James McAtee (22), miðjumann Manchester City. (Mail)
Newcastle er að undirbúa 20 milljóna punda tilboð í enska markvörðinn James Trafford (22) sem er á mála hjá Burnley. (Sun)
Athletic ætlar að fá Borja Sainz (23), leikmann Norwich í stað Nico Williams (22) sem mun að öllum líkindum semja við stærri klúbb í sumar. (Sport)
Tottenham mun líklega ekki gera félagaskipti þýska framherjans Timo Werner (28) varanleg sem þýðir að hann mun snúa aftur til Leipzig í sumar. (Bild)
AC Milan og Napoli eru á meðal þeirra félaga sem gætu reynt að fá Chris Wood (33) framherja Nottingham Forest ef að enska félagið nær ekki að semja við hann um framlengingu en samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Football Insider)
Manchester United og Juventus hafa mikinn áhuga á Andreas Christensen (28), varnarmanni Barcelona, en hann gæti verið falur í janúarglugganum. (Mundo Deportivo)
Newcastle er í sterkri stöðu um Fikayo Tomori (27), varnarmann MIlan á Ítalíu, en hann mun líklega yfirgefa félagið í næsta mánuði. (Caught Offside)
Man UTd mun halda áfram að fylgjast náið með ungverska bakverðinum Milos Kerkez (21), sem er á mála hjá Bournemouth. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir