Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   þri 31. desember 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maresca: Enginn bjóst við því að við værum í þessari stöðu
Mynd: EPA
Chelsea er að ganga í gegnum erfiða tíma eftir að hafa byrjað tímabilið stórkostlega. Liðið tapaði gegn Ipswich í gær.

Liðið hafði tapað tveimur leikjum í deildinni fram að jólatörninni en liðið hefur nú aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum.

„Ekki einn af okkur í þessu herbergi bjóst við því að við værum í þessari stöðu sem við erum í. Það segir okkur að við erum á réttri leið, það segir okkur líka að við erum langt frá því að berjast bestu liðin á Englandi," sagði Maresca.

„Við verðum að sætta okkur við þann stað sem við erum á en á sama tíma vitum við að við getum gert betur."
Athugasemdir
banner
banner
banner