Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   mán 30. desember 2024 23:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd er í botnbaráttu - „Getur gert okkur sterkari"
Mynd: Getty Images
Manchester United er í stórkostlegum vandræðum en Ruben Amorim segist vera undirbúinn fyrir það að vera í fallbaráttu.

Man Utd tapaði gegn Newcastle í kvöld en liðið hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í úrvalsdeildinni.

Liðið er sjö stigum frá fallsæti en Amorim var spurður að því hvort þetta tímabil muni snúast um að halda sæti sínu í deildinni.

„Það er möguleiki og við verðum að vera hreinskilnir við stuðningsmenn. Við verðum að breyta einhverju en þetta tímabil verður erfitt fyrir alla. Það getur gert okkur sterkari, við verðum að berjast," sagði Amorim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner