Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   mið 01. janúar 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Þá óskum við þeim til hamingju
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir ekkert annað í stöðunni en að halda áfram að vinna leikina og vonast til þess að Liverpool misstigi sig í titilbaráttunni.

Arsenal heimsækir Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta leik ársins í dag.

Ef Arsenal tapar þeim leik þá missir það af lestinni en Liverpool er níu stigum fyrir ofan Lundúnaliðið.

„Við verðum að halda áfram að vera eins og hamar, mæta á hverjum degi og ef eitthvað lið vinnur alla leikina þá óskum við þeim til hamingju og förum inn í næsta tímabil,“ sagði Arteta.

Ekkert lið hefur unnið alla deildarleiki sína eftir áramót og treystir Arteta á að það verði áfram þannig á þessu tímabili.

„En ef þeir vinna ekki alla leikina þá verðum við mættir,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner