Matheus Cunha, leikmaður Wolves á Englandi, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir slæma hegðun í 2-1 tapinu gegn Ipswich Town fyrr í þessum mánuði.
Mikil læti voru eftir leik liðanna og var hegðun Cunha með öllu óásættanleg.
Hann reif gleraugun af starfsmanni Ipswich og gaf þeim sama olnbogaskot.
Enska fótboltasambandið kærði Cunha og hefur nú staðfest tveggja leikja bann og 80 þúsund punda sekt.
Cunha verður ekki með í næsta deildarleik gegn Nottingham Forest og mun einnig missa af bikarleiknum gegn Bristol City.
Brasilíumaðurinn hefur verið langbesti leikmaður Wolves á tímabilinu með 10 mörk og 4 stoðsendingar í deildinni.
Athugasemdir