Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   þri 31. desember 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benfica hafnar tilboði Juventus í Antonio Silva
Mynd: Getty Images
Juventus ætlar að leggja allt í sölurnar til að fá portúgalska varnarmanninn Antonio Silva frá Benfica.

Jorge Mendes, umboðsmaður Silva, tjáði sig um áhuga Juventus á dögunum en Silva vill færa sig um set.

„Juventus vill fá Antonio og hann vill fara til Juventus. Hann er mikilvægur leikmaður með frábær gæði og er undir smásjá stærstu liða heims. Ákvörðunin liggur hjá Benfica, sjáum til, við verðum að bíða eftir þeirra kalli," sagði Mendes.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá því að Juventus vilji fá hann á láni með möguleika á kaupum. Hann segir að Juventus hafi boðið 5 milljón evra fyrir lánið og 30 milljónir evra til að festa kaup á honum en Benfica hafi hafnað tilboðinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner