Dómararnir í undanúrslitaleikjum enska deildabikarsins, Carabao Cup, munu tilkynna áhorfendum VAR ákvarðanir sínar í hátalarakerfinu. Þetta verður í fyrsta sinn sem þetta verður reynt í enska boltanum.
Eftir VAR skoðanir munu dómararnir greina vallargestum frá ákvörðunum sínum.
Eftir VAR skoðanir munu dómararnir greina vallargestum frá ákvörðunum sínum.
Þetta þekkist í öðrum íþróttum eins og ruðningi og þá var þetta prófað á HM kvenna 2023. Þetta er gert til að það verði skýrara fyrir stuðningsmenn hvað sé í gangi.
Arsenal mætir Newcastle og Tottenham mætir Liverpool en leikið verður heima og að heiman. Fyrri leikirnir verða 7. og 8. janúar 2025 og seinni leikirnir 5. og 6. febrúar.
Dómararnir sem dæma leikina hafa verið að æfa vegna þessarar tilraunar en á morgun verður tilkynnt hverjir þeir eru.
Athugasemdir