Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   þri 31. desember 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Carragher ósáttur við Trent og föruneyti hans - „Vissu að Liverpool myndi hafna þessu tilboði“
Mynd: EPA
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segist verulega ósáttur við Trent Alexander-Arnold og umboðsmann hans í ljósi frétta dagsins.

Real Madrid hafði samband við Liverpool í dag til að ræða um möguleg kaup á leikmanninum í janúar.

Liverpool sá enga ástæðu til að ræða það eitthvað frekar, enda er Trent mikilvægur hluti af liði sem er í bílstjórasætinu um Englandsmeistaratitilinn og í komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Trent verður samningslaus eftir tímabilið og fullyrða spænskir miðlar að hann sé á leið til Real Madrid á frjálsri sölu. Talið er að hann skrifi nafn sitt á samninginn í byrjun árs.

Carragher segir að þessi tilraun Real Madrid hafi ekki komið honum á óvart, en hann telur þetta slaka aðferð í að breiða yfir þann ömurlega veruleika að uppalinn og verðmætur leikmaður félagsins sé á leið frítt til þeirra helstu keppinauta í Meistaradeildinni.

„Mikilvægasta fyrir Liverpool árið 2025 er að vinna ensku úrvalsdeildina. Samningar eða framtíð leikmanna á að koma í veg fyrir það.“

„Ég elska Trent sem manneskju og leikmann, en teymið hans hefur sagt Real Madrid að leggja fram tilboð vitandi það að Liverpool myndi hafna því. Þetta er tilraun til þess að breiða yfir það þegar hann yfirgefur félagið á frjálsri sölu.“

„Aftur kem ég inn á það að þetta er eitthvað sem félagið og stuðningsmennirnir þurfa ekki á að halda nú þegar það er stórleikur framundan,“
sagði Carragher á X.
Athugasemdir
banner
banner
banner