Ruben Amorim, stjóri Man Utd, segir að úrvalsdeildin sé erfiðari en hann átti von á.
„Út af leikjaplaninu þá hefur maður ekki mikinn tíma til að æfa. Maður undirbýr bara næsta leik og maður hefur ekki tíma til að ræða ýmsa hluti sem maður þarf að gera. Ég veit að það er erfitt að selja hugmynd þegar við erum að ná í slæm úrslit," sagði Amorim.
Hann var í viðtali hjá Gary Neville á Sky Sports en Neville spurði hvort Amorim hafi íhugað að breyta um leikaðferð.
„Það yrðu mín endalok. Þú þarft að trúa á þína hugmynd, það eru endalok allra þjálfara ef menn fara frá sinni hugmyndafræði. Það er mikilvægt að vinna leiki en ég mun ekki hætta að selja mína hugmynd því hún er sú eina sem ég er með. Ég var ráðinn út af henni," sagði Amorim.
Athugasemdir