Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 20:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Casemiro og Eriksen eiga ekki að spila saman í úrvalsdeildinni"
Mynd: Getty Images
Newcastle er að fara ansi illa með Man Utd á Old Trafford í kvöld en staðan er 2-0 þegar fyrri hálfleikur er rúmlega hálfnaður.

Alexander Isak kom Newcastle yfir þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Lewis Hall. Joelinton bætti við öðru markinu eftir fyrirgjöf frá Anthony Gordon.

„Þetta eru keimlík mörk. Casemiro og Eriksen eiga ekki að spila saman í úrvalsdeildinni. Þetta er alltof auðvelt," sagði Gary Neville í útsendingu Sky Sports.

Man Utd hefur komist hvorki lönd né strönd í kvöld og hefur ekki átt eina einustu tilraun að marki Newcastle.

Sjáðu markið hjá Isak
Sjáðu markið hjá Joelinton

Athugasemdir
banner