Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   mán 30. desember 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lærisveinar Milosar í undanúrslit bikarsins
Mynd: Al Wasl
Lærisveinar Milos Milojevic í Al Wasl eru komnir í undanúrslit bikarkeppninnar í Sameinuðu arabísku furstadæumunum.

Liðið heimsótti Bani Yas í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum í dag en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Fyrri leiknum lauk með 3-1 sigri Al Wasl sem komst því áfram í undanúrslitin.

Liðið mætir Al Jazira í undanúrslitunum en Al Wasl tapaði í undanúrslitunum á síðustu leiktíð gegn bikarmeisturunum í Al Wahda.
Athugasemdir
banner
banner
banner