Lærisveinar Milos Milojevic í Al Wasl eru komnir í undanúrslit bikarkeppninnar í Sameinuðu arabísku furstadæumunum.
Liðið heimsótti Bani Yas í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum í dag en leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Fyrri leiknum lauk með 3-1 sigri Al Wasl sem komst því áfram í undanúrslitin.
Liðið mætir Al Jazira í undanúrslitunum en Al Wasl tapaði í undanúrslitunum á síðustu leiktíð gegn bikarmeisturunum í Al Wahda.
Athugasemdir