Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   mán 30. desember 2024 19:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Newcastle og Víkingur Ó. minnast Newberry
Newberry í leik með Víking Ó.
Newberry í leik með Víking Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Newcastle og Víkingur Ólafsvík minntust Michael Newberry í dag sem er látinn aðeins 27 ára að aldri.

Newberry mætti til Ólafsvíkur árið 2018 og lék með liðinu í þrjú ár. Hann er uppalinn hjá Newcastle en lék aldrei með aðalliðinu.

Hann átti afmæli í dag en varnarmaðurinn spilaði síðustu tvö ár í Norður-Írlandi, með Linfield og Clifftonville. Búið er að fresta næstu leikjum Linfield og Cliftonville vegna þessara sorglegu tíðinda.

„Fyrrum leikmaður okkar, Michael Newberry, er fallinn frá 27 ára gamall. Hefði einmitt átt afmæli í dag. Lék 73 leiki fyrir Víking Ó. í deild og bikar. Blessuð sé minning hans," segir í færslu Víkings um Newberry.




Athugasemdir
banner