Miðjumaðurinn Seko Fofana er að mæta aftur í franska boltann aðeins einu og hálfu ári eftir að hafa gengið í raðir Al Nassr frá Lens en þetta segir Fabrizio Romano á X.
Fofana er 29 ára gamall og var með bestu leikmönnum frönsku deildarinnar er Lens hafnaði í öðru sæti deildarinnar tímabilið 2022-2023.
Fílabeinsstrendingurinn ákvað að fara til Sádi-Arabíu eftir það frábæra tímabil og gekk í raðir Al Nassr, en þar hefur hann ekki náð að finna sig.
Aðeins einu og hálfu ári síðar er hann að snúa aftur í frönsku deildina en Rennes er að kaupa hann fyrir 20 milljónir evra.
Romano segir kaupin svo gott sem frágengin og er „Here we go“ frasinn ummerki um það.
Rennes er einnig að kaupa Brice Samba, markvörð Lens, en kaupverðið á honum er í kringum 12 milljónir evra.
Athugasemdir