Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   fim 30. janúar 2020 23:19
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu það helsta úr úrslitaleik Fótbolta.net mótsins
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Breiðablik fékk ÍA í heimsókn í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins fyrr í kvöld og höfðu Skagamenn betur í miklum markaleik.

Bæði lið fengu góð færi í leiknum en staðan var 0-3 í hálfleik, Skagamönnum í vil. Færanýting Blika var afleit í fyrri hálfleik.

Tryggvi Hrafn Haraldsson fullkomnaði þrennuna sína í síðari hálfleik en Blikar náðu að minnka muninn niður í tvö mörk.

Skömmu síðar komust Skagamenn aftur í þriggja marka forystu og í kjölfarið létu tveir leikmenn Blika reka sig útaf. Níu Blikar létu deigan ekki síga en náðu ekki að minnka muninn.

Lokatölur urðu 2-5 og eru Skagamenn sigurvegarar Fótbolta.net mótsins í ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner