Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   þri 30. apríl 2019 21:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rafn: Þetta var okkar leikur í fyrra og við erum góðir í þessu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvík vann í kvöld, 1-3 sigur á Fram eftir framlengdan leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Njarðvík komst yfir en Fram jafnaði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Undir lok leiks var Marcus Vieira rekinn af velli hjá Fram og því lék Fram manni færra í framlengingunni. Njarðvíkingar skoruðu tvö mörk gegn engu hjá Fram í framlengingunni og fara því áfram í 16-liða úrslit.

Lestu meira um leikinn hér.

Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkinga, var í viðtali eftir leik spurður út í leikinn, upplegg liðsins og hvort einhverjar breytingar yrðu á leikmannahópnum.

„Þetta var frábær sigur hjá okkur og við skoruðum snemma og héldum út í rúmlega 90 mínútur, sagði Rafn Markús eftir leik.

„Það er okkar styrkleiki að verjast vel og við erum með gott lið sem vinnur vel saman."

„Það var lítið í boði fyrir þá. Þeir voru öflugir á miðjusvæðinu og stríddu okkur þar."

„Þetta var nákvæmlega svona í fyrra og skóp okkur sjötta sætið. Þetta verður sama í ár og við erum góðir í þessu. Við erum gott varnarlið."

„Kosturinn við það að hafa fengið þetta víti á sig og fara í framlengingu er að við sýndum hversu sterkt liðið er. Að fá þetta áfall rétt fyrir lokaflautið og koma svo og vinna í framlengingunni."

„Við erum alltaf með augun aðeins opin og kannski bætast einn til tveir leikmenn við en ekkert fast í hendi."

„Ég er svakalega ánægður að komast áfram í bikarnum og jafna besta árangur félagsins sem er 16-liða úrslit."


Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner