Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   fim 30. maí 2024 12:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Ekkert drama eftir meiðslin - „Þetta er yndisleg stelpa"
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís á æfingu í dag.
Sveindís á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingu Íslands.
Frá æfingu Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar og spila tvo mikilvæga leiki. Ég er mjög spennt fyrir þessu," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Salzburg í Austurríki í dag.

„Þessir dagar hafa verið mjög fínir. Það er búið að rigna svolítið en það er bara næs líka. Völlurinn er þá vel blautur. Þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir sem við erum mjög spenntar að takast á við."

Ísland er með þrjú stig í riðli sínum í undankeppni eftir sigur gegn Póllandi og tap gegn Þýskalandi í síðasta glugga. Í leiknum gegn Þjóðverjum, þá fór Sveindís meidd af velli eftir að hún lenti illa á öxlinni. Það leit alls ekki vel út en sem betur fer fór allt á besta veg með þau meiðsli.

„Ég er glöð að ég var ekki frá mjög lengi. Þetta var leiðinlegt og ég vildi alveg rosalega mikið spila þennan leik. Svona gerist í fótbolta. Maður lendir stundum í svona meiðslum en maður verður bara að taka því og halda áfram," sagði Sveindís.

Það var liðsfélagi hennar í Wolfsburg, Kathrin Hendrich, sem braut á Sveindísi þegar hún meiddist.

„Þetta er yndisleg stelpa og mjög góð vinkona mín. Þetta var ekki viljaverk, þetta gerist bara. Ég held að hún hafi ekki reynt að taka mig niður svo ég myndi lenda á öxlinni. Það var fínt að hitta hana aftur, hún er æðisleg og ég dýrka hana bara," sagði Sveindís en hún segir að það hafi ekki verið nein vandræðaleg stemning á æfingasvæðinu.

„Nei, alls ekki. Bara alls ekki."

Sveindís lenti í öðrum meiðslum í leik með Wolfsburg um daginn en hún segist vera eins góð og hún getur verið. Hún ætlar sér að spila af fullum krafti gegn Austurríki á morgun.

„Ég ætla að gera mitt allra besta liðið. Við ætlum að vinna leikinn á morgun og svo leikinn heima líka. Þá erum við í góðri stöðu. Við vitum alveg hvað við viljum úr þessum leik og það eru stigin þrjú, og bara stigin sex," sagði Sveindís.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hann verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Athugasemdir
banner