Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
   fim 30. maí 2024 11:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Steini: Urðum að taka ákvörðun eftir æfingu í gær um að hún væri ekki klár
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir æfingu Íslands í dag.
Fyrir æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steini í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur.
Steini í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hún kom smá meidd út úr leiknum um helgina. Þetta átti ekki að vera neitt, en svo hefur þetta ágerst. Við urðum að taka ákvörðun eftir æfingu í gær um að hún væri ekki klár," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fótbolta.net í Salzburg í dag.

Hann var fyrst spurður út í breytinguna á hópnum sem var tilkynnt núna í morgunsárið. Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Lilleström, er ekki klár í slaginn og kemur Hafrún Rakel Halldórsdóttir, leikmaður Bröndby, inn í hennar stað. Hafrún var ekki á æfingunni í morgun en kemur til Salzburg í dag, degi fyrir leik.

„Að sjálfsögðu er þetta ekki draumastaða. Þú vilt bara vera með þann hóp allan tímann sem þú velur og vinna með það frá byrjun. Þetta er eitthvað sem er partur af fótbolta, að leikmenn geta meiðst á æfingum eða komið eitthvað tæpir. Við dílum við það og tökumst á við það, eins og við gerðum núna."

Íslenska liðið hefur síðustu daga verið að æfa í Austurríki fyrir leik sinn gegn heimakonum á morgun. Steini segir stöðuna á öðrum leikmönnum vera góða.

„Hún er bara þokkalega. Það lítur þannig út í dag að þær verði allar klárar í leikinn á morgun. Við eigum eina æfingu eftir en ég held að þær verði allar klárar á morgun. Það eru einhver eymsli hér og þar en ekkert sem við náum ekki að díla við."

Horfa á þetta sem tveggja leikja einvígi
Íslenska liðið spilar tvisvar við Austurríki í þessum glugga - fyrst úti og svo heima - og eru leikirnir afar mikilvægir. Ef Ísland vinnur báða þessa leiki, þá er EM-sætið bókað hjá stelpunum nema Pólland vinni einn leik gegn Þýskalandi. Það verður að teljast ólíklegt og talsvert góðar líkur á að tveir sigrar gegn Austurríki komi til með að duga til að tryggja sætið. Ísland færi þá pressulaust inn í síðasta gluggann í undankeppninni.

En austurríska liðið verður alls ekki auðvelt viðureignar. Þær unnu Pólland og stríddu Þýskalandi í síðasta glugga. Fyrirfram er búist við frekar jöfnum leik á morgun, en það verður gaman að sjá hvernig Ísland kemur úr þessu prófi.

„Þetta leggst mjög vel í mig og ég er bjartsýnn," sagði Steini. „Við nálgumst þennan leik eins og alla aðra leiki, reynum að undirbúa liðið á þann hátt að það gefi okkur sem bestan möguleika á að vinna. Við förum inn í leikinn til að vinna hann, bara eins og alltaf. Við vitum að þetta er hörkuandstæðingur; lið sem er gott og þetta eru leikmenn sem spila á háu stigi. Þær eru í góðum félagsliðum."

„Taktískt eru þær komnar með sitt einkenni, það er greinilegt. Þær spila alltaf eins og alltaf af sama krafti. Þær eru virkilega gott landslið."

Erum við að búast við 50/50 leik á morgun?

„Þetta verður erfiður leikur. Við unnum þær síðast í hörkuleik fyrir ári síðan og auðvitað vonast maður til að vinna þær aftur. Ég veit ekkert með einhverjar líkur. Þetta snýst bara um að við komum klárar inn í þetta og spilum okkar besta leik. Ef það gerist, þá eigum við að fá góð úrslit út úr þessu."

Þorsteinn segir að draumurinn sé að liðið tryggi sig inn á Evrópumótið í þessum glugga.

„Það er draumurinn en við horfum bara á þennan leik á morgun. Það snýst algjörlega um hann. Það þýðir ekkert að horfa lengra en það. Í grunninn þurfum við að horfa á þetta sem tveggja leikja einvígi. Við viljum eftir þessa tvo leiki vera yfir í innbyrðis viðureignum. Það gefur okkur aukastig og er gríðarlega mikilvægt. Við förum á morgun og gerum allt til að spila góðan leik og vinna," sagði landsliðsþjálfarinn að lokum en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner