Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fös 31. maí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Er eins góð og hún getur verið - „Ég hugsaði shit"
Icelandair
Sveindís meiddist í leik með Wolfsburg.
Sveindís meiddist í leik með Wolfsburg.
Mynd: Mirko Kappes
Klár í leikinn á eftir.
Klár í leikinn á eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég skal alveg viðurkenna að það var smá stress að horfa á það þegar þetta gerðist," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fótbolta.net í gær er hann var spurður út í meiðslin sem Sveindís Jane Jónsdóttir varð fyrir á dögunum.

Sveindís fór meidd af velli í leik Wolfsburg gegn Essen í þýsku deildinni í síðustu viku.

Sveindís var í byrjunarliði Wolfsburg og var nálægt því að skora eftir átján mínútna leik en skalli hennar hafnaði í þverslá. Um tveimur mínútum síðar var Sveindís sloppin ein í gegn eftir varnarmistök hjá Essen. Sophia Winkler, markvörður Essen, hljóp út úr markinu og sparkaði kröftuglega í sköflunginn á Sveindísi sem féll í grasið. Winkler fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið en íslenski landsliðsframherjinn fór meidd af velli.

Hún er þó mætt núna til móts við landsliðið og er klár í slaginn fyrir mikilvægan leik gegn Austurríki í dag. Það eru frábær tíðindi.

„Ég fékk nú tiltölulega fljótt að vita hvað þetta væri. Eftir að ég heyrði í henni, þá var hún bara bjartsýn. 'Ég verð bara klár' sagði hún," sagði Þorsteinn.

Mikilvægi Sveindísar fyrir íslenska liðið er gríðarlegt. Hún var brött þegar hún spjallaði við Fótbolta.net fyrir æfingu í gær.

„Ég er þakklát að þetta hafi ekki verið rosalega mikið. Ég fékk högg á hnéð frá markmanninum, takka í hnéð. Ég fann ekki þannig fyrir því. Ég vissi bara að hún myndi fá rautt spjald og ég reyndi að leika þetta. En svo kíki ég og sá að ég var öll í blóði. Ég hugsaði 'shit'. En þetta reddaðist strax inn í klefa, var bara saumað," sagði Sveindís.

„Ég er eins góð og ég get verið. Ég veit að ég get spilað af fullum krafti. Ég ætla að gera mitt allra besta fyrir liðið."

Ísland spilar við Austurríki í undankeppni EM í dag, en leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hann verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Steini: Urðum að taka ákvörðun eftir æfingu í gær um að hún væri ekki klár
Athugasemdir
banner
banner