Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Félög þegar haft samband - „Ekkert sem ég er mjög spennt fyrir"
Icelandair
Glódís Perla og Ingibjörg á æfingu landsliðsins í gær.
Glódís Perla og Ingibjörg á æfingu landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það verður fróðlegt að sjá hvað Ingibjörg gerir næst.
Það verður fróðlegt að sjá hvað Ingibjörg gerir næst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, mun í sumar finna sér nýtt félag eftir að hafa spilað með Duisburg í Þýskalandi síðustu mánuði.

Duisburg var í erfiðri stöðu þegar Ingibjörg gekk í raðir félagsins í janúar síðastliðnum. Liðið sótti aðeins fjögur stig í 22 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni og endaði í neðsta sæti.

Ingibjörg skrifaði bara undir samning út tímabilið og hún staðfesti við Fótbolta.net að kaflanum hjá Duisburg sé lokið.

En hvað gerist næst?

„Þessi kafli er búinn. Það verður spennandi að sjá hvað gerist næst. Ég veit það ekki sjálf. Ég ætla að klára þetta verkefni og svo tek ég smá sumarfrí. Svo fer ég að hugsa út í þetta," sagði Ingibjörg fyrr í þessari viku en hún vonast áfram til að spila í einum af sterkustu deildum Evrópu.

Það hafa nú þegar einhver félög haft samband. „Ekkert sem ég er mjög spennt fyrir þannig að ég held bara áfram að bíða," sagði Ingibjörg.

„Ég vil halda mig í bestu deildunum; Þýskaland, England eða hvað sem það er. En síðan fer það bara eftir félaginu líka. Það þarf að vera metnaður fyrir kvennaboltanum og margt sem spilar inn í."

En núna er fókusinn fyrst á tveimur mikilvægum landsleikjum gegn Austurríki í undankeppni EM. Fyrri leikurinn fer fram í dag og hefst klukkan 16:00. Hann er í beinni textalýsingu á Fótbolta.net og er einnig sýndur á RÚV.
Ingibjörg segir skilið við Duisburg - „Þetta voru frekar langar vikur"
Athugasemdir
banner