Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 31. maí 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
„Hún er líka besta vinkona mín utan vallar"
Icelandair
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er bara að hlæja að henni'
'Ég er bara að hlæja að henni'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Cecilía og Glódís.
Cecilía og Glódís.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg og íslenska landsliðsins, var að sjálfsögðu mætt á völlinn þegar landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sneri til baka úr erfiðum meiðslum á dögunum. Hún var mætt til að styðja bestu vinkonu sína.

Cecilía, sem er tvítug að aldri, lék sinn fyrsta leik eftir löng meiðsli núna fyrir stuttu þegar hún hélt hreinu í 4-0 sigri varaliðs Bayern gegn varaliðs Frankfurt í lokaumferð þýsku B-deildarinnar.

Hún er núna mætt aftur í landsliðið og Sveindís fagnar því að sjálfsögðu.

„Það er geggjað. Við erum herbergisfélagar og það er gott að fá hana til baka. Ég var með Natöshu (Anasi) þegar hún var ekki og það var mjög gott líka. Ég hlakka til að fá Töshu aftur og þá þarf ég að velja á milli. Nei, djók," sagði Sveindís og hló.

„Hún (Cessa) er besta vinkona mín líka utan vallar. Það gerir mikið fyrir mig að fá hana til baka og léttir á hópnum líka. Hún er stór karakter hérna."

„Ég var í München þarna (þegar Cessa var að spila fyrsta leikinn) þar sem ég var í fríi. Ég kíkti á hana og sá hana spila. Það var mjög gaman," sagði Sveindís.

„Hún var akkúrat þarna yfir helgina og það var gott að hafa hana og mitt fólk í stúkunni," sagði Cecilía í viðtali við Fótbolta.net á miðvikudag en það kemur mikil stemning inn í hópinn með Cecilíu. Hún segir þó sjálf að Sveindís sjái aðallega um að halda stemningunni uppi.

„Ég vil nú meina að Sveindís sé meira í því. Ég er bara að hlæja að henni," sagði Cecilía og hló, en bestu vinkonurnar eru núna sameinaðar aftur.

Ótrúlega glöð fyrir hennar hönd
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, er liðsfélagi Cecilíu í bæði landsliðinu og Bayern München. Hún var spurð út í endurkomu markvarðarins í viðtali í gær.

„Það er alltaf gaman að fá Cessu aftur í hópinn. Hún er frábær karakter en fyrst og fremst frábær markvörður. Það er ótrúlega sterkt að hún sé komin aftur og vera með þrjá gríðarlega sterka markmenn að berjast um byrjunarliðsstöðuna. Það er klárlega styrkleiki hjá okkur," sagði Glódís.

„Hún hefur staðið sig gríðarlega vel. Þetta var ótrúlega langt ferli og mikið af æfingum þar sem maður er bara einn. Maður einangrast svolítið frá liðinu en hún hefur staðið sig gríðarlega vel í að halda í léttleikann. Hún hefur tekið erfiðu dagana með kassann úti og heldur bara áfram. Hún er komin í frábært stand og ég er ótrúlega glöð fyrir hennar hönd."

Ísland spilar við Austurríki í undankeppni í dag, en leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hann verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Aftur í landsliðinu eftir langa fjarveru - „Þetta voru tvær aðgerðir í einni"
Ekkert drama eftir meiðslin - „Þetta er yndisleg stelpa"
Glódís að koma úr mögnuðu tímabili - „Það er extra sérstakt"
Athugasemdir
banner
banner