Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 02. september 2015 16:40
Hafliði Breiðfjörð
Amsterdam
8 ára íslenskur strákur fylgir liðinu inn á völlinn á morgun
Icelandair
Gunnar Eggink í sameinuðum búning Íslands og Hollands sem hann klæðist á morgun fram að leik.
Gunnar Eggink í sameinuðum búning Íslands og Hollands sem hann klæðist á morgun fram að leik.
Mynd: Helga Garðarsdóttir
Átta ára gamall íslenskur drengur, Gunnar Eggink, mun fylgja íslenska landsliðinu inn á völlinn þegar liðið mætir Hollandi í undankeppni EM 2016 annað kvöld.

Gunnar á íslenska móður, Helgu Garðarsdóttur, og hollenskan föður en þau eru búsett í Hollandi.

Hann tók þátt í myndasamkeppni og var valinn í hóp þeirra þátttakenda sem þóttu standa sig hvað best þar og fengu sem verðlaun að leiða liðin inn á völlinn.

Gunnar teiknaði mynd úr fótboltaleik AZ Alkmaar og Feyenoord og lét fylgja með langt bréf sem hann skrifaði og útskýrði afhverju hann ætti að vera valinn til að fara.

Hann var svo heppinn að verða valinn og fær því að labba inn á völlinn fyrir leik á morgun.

Hollenska sjónvarpið komst að því að íslensk/hollenskur drengur væri kominn í þetta hlutverk í leiknum og ætlar að mæta heim til hans og fylgja honum eftir frá hádegi á morgun og fram að leik.

Í tilefni af þessu öllu saman hefur Gunnar látið framleiða bol sem er öðrum megin íslenskur og hinum megin hollenskur sem hann mætir í á völlinn en hann mun þó fá sér búning frá hollenska knattspyrnusambandinu til að ganga í inn á völl.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner