Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 10. október 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Degi lengra hlé á milli leikja á HM en EM
Icelandair
Ísland er á leið á HM.
Ísland er á leið á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búast má við því að lengra hlé verði á milli leikja Íslands í riðlakeppninni á HM í Rússlandi næsta sumar heldur en á EM í fyrra.

Átta riðlar eru á HM og því er riðlakeppnin spiluð yfir lengra tímabil en á EM til að koma öllum leikjunum fyrir. Á EM voru 3 dagar á milli leikja en á HM verða ýmist 3, 4 eða 5 dagar á milli leikjanna.

Mótið hefst með opnunarleik í A-riðli þann 14. júní en síðan er oftast leikið í tveimur riðlum saman daginn. Oftast eru 4 dagar á milli leikja en það er þó ekki algilt.

Dæmi um riðla þar sem alltaf eru 4 dagar á milli leikja eru C og D-riðill þar sem leikið er 16, 21 og 26. júní og í E-riðli er spilað 17, 22 og 27. júní.

Riðlakeppninni lýkur með leikjum í H-riðli 28. júní en fyrstu lið spila síðan í 16-liða úrslitum 30. júní.
Athugasemdir
banner
banner