Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum svekktur eftir 3-0 tap sinna manna gegn Þrótti R. á Eimskipsvellinum í kvöld.
„Þeir voru einfaldlega bara sterkari en við í dag. Við gerðum ágætlega í fyrri hálfleik og héldum þeim í núllinu en svo taka þeir okkur á 60 mínútna kafla og skora þrjú." sagði Rafn eftir leik.
„Þeir voru einfaldlega bara sterkari en við í dag. Við gerðum ágætlega í fyrri hálfleik og héldum þeim í núllinu en svo taka þeir okkur á 60 mínútna kafla og skora þrjú." sagði Rafn eftir leik.
Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og héldu boltanum vel fyrstu þrjátíu mínútur leiksins áður en að Þróttur komst betur inní leikinn.
„Við erum betri sem lið fyrstu þrjátíu mínúturnar. Svo gengu Þróttararnir á lagið og skora. Þá er þetta orðið erfitt."
Njarðvík situr í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig, jafn mikið og ÍR sem á leik til góða fyrir neðan þá. Næsti leikur liðsins er heimaleikur á móti Leikni.
„Leiknir er það lið sem við höfum spilað mikið á móti og það hefur gengið vel. Við unnum þá í fyrri umferðinni og ætlum okkur að vinna þá heima." sagði Rafn að lokum.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir