Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   fös 06. desember 2024 14:44
Sölvi Haraldsson
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir sameinaðir.
Bræðurnir sameinaðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er rosalega spennandi verkefni. Alvöru mæting hérna og fullt af nýjum góðum leikmönnum að koma inn. Svo er maður að spila með stóra bró sem maður hélt að myndi aldrei gerast. Ég get ekki beðið eftir að tímabilið byrji.“ sagði Jökull Andrésson, leikmaður Aftureldingar, eftir að hafa skrifað undir samning í Mosfellsbænum í dag.


Jökull segir að hann hafi ekki upplifað eins ást annarsstaðar en í Aftureldingu.

Ég upplifði einhverja ást hérna sem ég hef ekki upplifað áður. Auðvitað var það kirsuberið ofan á kökuna þegar við fórum upp í fyrra, það var einhver mesta veisla sem ég hef upplifað í lífinu mínu. En þessi andi og liðsheild í liðinu, þetta verður veisla.

FH sýndi Jökli mikinn áhuga var einhver áhugi sem önnur lið hér heima sýndu og var Jökull nálægt því að fara annað?

„Að sjálfsögðu talaði maður við önnur lið. Ég og umboðsmennirnir mínir sögðum við liðin hérna á Íslandi að ég væri að koma til Íslands. En svo bara kom Afturelding inn og maður gat ekki neitað þeim. Þeir gerðu líka mjög gott move með því að segja að þeira ætla líka að taka bróður minn. Þá var þetta eiginlega bara búið mál. Að sjálfsögðu talaði maður við önnur lið en maður er Aftureldingarmaður inn og út, á endanum var þetta ekki erfið ákvörðun.“

Hvernig verður að spila með bróður sínum?

Ég er að fara að hrauna yfir hann. Nei ég gæti ekki gert það. Við erum bestu vinir frá fyrsta degi. Þetta er eitthvað til að venjast. Við höfum tekið nokkrar æfingar núna og maður er smá hræddur við hann, þetta er stóri bróðir minn alltaf að skamma mig. Ég er ótrúlega spenntur að sjá hvernig þetta verður. Ég hef engar áhyggjur að við tveir munum læsa búrinu.

Jökull segir að stefnan sé sett á Evrópusæti á næsta ári.

Ég vill aldrei vera of bjartsýnn en ég er bjartsýnn maður. Að sjálfsögðu erum við að stefna á Evrópusæti. Maður er ekkert að fara að koma hérna og vonast til að halda sér uppi. Maður veit hvernig lið við erum með og hvernig andinn er hérna. Það er bara að stefna hátt og ekkert annað.“ sagði Jökull að lokum.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner