Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 06. desember 2024 14:44
Sölvi Haraldsson
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir sameinaðir.
Bræðurnir sameinaðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er rosalega spennandi verkefni. Alvöru mæting hérna og fullt af nýjum góðum leikmönnum að koma inn. Svo er maður að spila með stóra bró sem maður hélt að myndi aldrei gerast. Ég get ekki beðið eftir að tímabilið byrji.“ sagði Jökull Andrésson, leikmaður Aftureldingar, eftir að hafa skrifað undir samning í Mosfellsbænum í dag.


Jökull segir að hann hafi ekki upplifað eins ást annarsstaðar en í Aftureldingu.

Ég upplifði einhverja ást hérna sem ég hef ekki upplifað áður. Auðvitað var það kirsuberið ofan á kökuna þegar við fórum upp í fyrra, það var einhver mesta veisla sem ég hef upplifað í lífinu mínu. En þessi andi og liðsheild í liðinu, þetta verður veisla.

FH sýndi Jökli mikinn áhuga var einhver áhugi sem önnur lið hér heima sýndu og var Jökull nálægt því að fara annað?

„Að sjálfsögðu talaði maður við önnur lið. Ég og umboðsmennirnir mínir sögðum við liðin hérna á Íslandi að ég væri að koma til Íslands. En svo bara kom Afturelding inn og maður gat ekki neitað þeim. Þeir gerðu líka mjög gott move með því að segja að þeira ætla líka að taka bróður minn. Þá var þetta eiginlega bara búið mál. Að sjálfsögðu talaði maður við önnur lið en maður er Aftureldingarmaður inn og út, á endanum var þetta ekki erfið ákvörðun.“

Hvernig verður að spila með bróður sínum?

Ég er að fara að hrauna yfir hann. Nei ég gæti ekki gert það. Við erum bestu vinir frá fyrsta degi. Þetta er eitthvað til að venjast. Við höfum tekið nokkrar æfingar núna og maður er smá hræddur við hann, þetta er stóri bróðir minn alltaf að skamma mig. Ég er ótrúlega spenntur að sjá hvernig þetta verður. Ég hef engar áhyggjur að við tveir munum læsa búrinu.

Jökull segir að stefnan sé sett á Evrópusæti á næsta ári.

Ég vill aldrei vera of bjartsýnn en ég er bjartsýnn maður. Að sjálfsögðu erum við að stefna á Evrópusæti. Maður er ekkert að fara að koma hérna og vonast til að halda sér uppi. Maður veit hvernig lið við erum með og hvernig andinn er hérna. Það er bara að stefna hátt og ekkert annað.“ sagði Jökull að lokum.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner