Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 21. febrúar 2019 11:36
Elvar Geir Magnússon
Arnór Sigurðsson orðaður við Napoli
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er orðaður við Napoli í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag

Kristján Óli Sigurðsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, segir að ítalska félagið Napoli hafi áhuga á Arnóri og sé búið að gera tilboð í þeirri von að fá hann í sumar.

Napoli er í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar, þrettán stigum frá toppliði Juventus.

Arnór er 19 ára gamall og hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn.

Hann skoraði með félagsliði sínu, CSKA Moskvu, gegn Roma og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í vetur og ljóst að mörg félög eru með augastað á honum.

Arnór er Skagamaður og lék í nóvember sína fyrstu A-landsleiki, gegn Belgíu í Þjóðadeildinni og vináttulandsleik gegn Katar.
Athugasemdir
banner