Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fim 01. febrúar 2024 00:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nær Freysi í Íslending á Gluggadeginum?
Arnór Ingvi á förum frá Norrköping?
Arnór Ingvi á förum frá Norrköping?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Anderson
Mikael Anderson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stefán Teitur.
Stefán Teitur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Patrik Gunnarsson.
Patrik Gunnarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Félagaskiptaglugginn í mörgum löndum Evrópu lokar í kvöld, fimmtudagskvöld, og þar á meðal í Belgíu. Freyr Alexandersson er þjálfari botnliðs Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni og hefur félagið verið orðað við nokkra íslenska leikmenn í vikunni.

Freyr hefur stýrt liðinu í þremur leikjum og hefur tekið fimm stig úr þeim leikjum. Liðið er níu stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir fram að þrískiptingu.

Þeir Patrik Sigurður Gunnarsson, Mikael Neville Anderson og Stefán Teitur Þórðarson voru orðaðir við félagið í gær og svo var Arnór Ingvi Traustason orðaður við félagið í gær. Allt eru þetta íslenskir landsliðsmenn.

Danskir miðlar greindu frá því í dag að tilboði frá Kortrijk í Mikael hefði verið hafnað. Bold fjallar um það að fleiri félög hefðu áhuga á Mikael sem er algjör lykilmaður hjá danska félaginu AGF. Ónefnd félög í bandarísku MLS deildinni hafa áhuga á miðjumanninum og þá er áhugi frá Þýskalandi og Ítalíu. Ítalska félagið Lecce bauð í Mikael síðasta sumar.

AGF greiddi 15 milljónir danskra króna fyrir Mikael sumarið 2021 og vonast menn þar til að fá um 30 milljónir fyrir hann, eða um 4 milljónir evra. Áhugasömu félögin eru ekki talin líkleg til að vilja greiða svo háa upphæð fyrir Mikael sem verður 26 ára í sumar. Hann er samningsbundinn AGF fram á sumarið 2026.

Bold fjallaði svo um það í dag að tilboði Kortrijk í Stefán Teit hefði verið hafnað. Samkvæmt miðlinum hljóðaði það upp á 5 milljónir danskra króna, eða um 700 þúsund evrur. Stefán er 25 ára miðjumaður og er samningsbundinn Silkeborg út árið. Miðjumaðurinn ætlar sér ekki að framlengja við félagið og er líklegast að hann skipti um félag í sumar.

Norskir miðlar fjölluðu um það í gærmorgun að Kortrijk hefði boðið í Patrik sem er aðalmarkvörður Viking. Orri Rafn Sigurðarson vakti athygli á því á X að tilboðinu hefði verið hafnað og að Viking vilji fá rúmlega eina milljón evra fyrir markvörðinn. Patrik er 23 ára og er samningsbundinn norska félaginu út tímabilið 2025. Orri segir að viðræður milli félagana séu enn í gangi.

Orri greindi þá einnig frá því að Kortrijk hefði áhuga á Arnóri Ingva Traustasyni sem var besti leikmaður Norrköping á síðasta tímabili. Arnór er þrítugur miðjumaður sem er samningsbundinn út árið 2026.


Athugasemdir
banner
banner