Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 01. júní 2024 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Algjört klúður og eiginlega bara óafsakanlegt"
Icelandair
Íslenska landsliðið fagnar marki.
Íslenska landsliðið fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Sól er yfirleitt með fyrstu leikmönnum inn af bekk.
Selma Sól er yfirleitt með fyrstu leikmönnum inn af bekk.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kristín Dís Árnadóttir.
Kristín Dís Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef enga trú á að þetta komi fyrir aftur," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson um stór mistök sem voru gerð af starfsmanni KSÍ fyrir leik Íslands og Austurríkis í undankeppnI EM 2025 í gær. Tveir leikmenn voru ekki í hópnum vegna þessara mistaka en það gleymdist að skrá þær Selmu Sól Magnúsdóttur og Kristíu Dís Árnadóttur í hópinn.

Þær þurftu að vera upp í stúku og gátu ekki hjálpað liðinu í þessum mikilvæga leik. Möguleikarnir á bekknum voru minni og hópurinn fyrir vikið veikari.

„Þetta eru bara mannleg mistök hjá starfsmanni knattspyrnusambandsins. Maður getur ekkert sagt við því þannig en auðvitað þurfum við að setjast yfir það hvernig við ætlum að leysa svona hluti," sagði Þorsteinn jafnramt en það var rætt um málið í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag.

„Það gleymdist að skrá þær, algjört klúður. Þetta er eiginlega bara óafsakanlegt. Við eigum að vera komin það langt að þetta á ekki að geta gerst," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Selma er mjög líklega fyrst af bekknum eða önnur," sagði Benedikt Bóas Hinriksson í þættinum en Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby í Danmörku, var með þeim í þættinum.

„Ég veit að Kristín Dís átti að fá hlutverk í þessum leik. Hún var eiginlega eini hreinræktaði varnarmaðurinn á bekknum. Þetta var mjög leiðinlegt fyrir þær báðar, alveg skelfilegt," sagði Sævar Atli.

Leikurinn var gríðarlega mikilvægur og mjög jafn, en það gerði mistökin enn verri.

„Í svona mikilvægum leik og svona jöfnum leik geta minnstu smáatriði skipt sköpum, hvort þú vinnir eða gerir jafntefli," sagði Elvar Geir.

„Það má ekki vera algjör meðvirkni við því að fólk geri mistök. Í svona... þetta er eins og flugstjóri að klessa á fjall nánast. 'Æi, hann er ógeðslega góður drengur'. Þetta er þitt starf," sagði Benedikt Bóas að lokum en hægt er að hlusta á allan þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Ísland mætir Austurríki aftur á þriðjudaginn, en þá verða vonandi allir 23 leikmennirnir í hópnum. Leikurinn gæti verið úrslitaleikur um það hvort Ísland fari beint á EM 2025 eða ekki, og það er vonandi að landsmenn muni fjölmenn á völlinn til að styðja við bakið á stelpunum okkar.
Útvarpsþátturinn - Sérfræðingurinn Sævar Atli og fjármálaskýrsla
Athugasemdir
banner
banner