Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ried
Tjáðu sig um mistökin vondu - „Þurfum að styðja við þann einstakling"
Icelandair
Selma Sól Magnúsdóttir þurfti að vera upp í stúku.
Selma Sól Magnúsdóttir þurfti að vera upp í stúku.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kristín Dís Árnadóttir.
Kristín Dís Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Austurríki aftur á þriðjudaginn. Vonandi verðum við með fullan hóp í þeim leik.
Ísland mætir Austurríki aftur á þriðjudaginn. Vonandi verðum við með fullan hóp í þeim leik.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það kom upp mjög vont mál fyrir mikilvægan leik Austurríkis og Íslands í undankeppni EM 2025 í kvöld. Um var að ræða leik sem skipti miklu máli í því hvort Ísland fari beint á EM eða ekki, en hann endaði með 1-1 jafntefli.

Fyrir leik var óheppilegt klaufa atvik hjá íslenska teyminu því það gleymdist að skrá Selmu Sól Magnúsdóttur og Kristínu Dís Árnadóttur á leikskýrslu svo þeim var vísað upp í stúku. Austurríki var með fullan hóp en Ísland ekki út af þessum mistökum.

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

Afskaplega klaufalegt og eitthvað sem á ekki að koma fyrir, hvað þá sérstaklega í leik sem hefur svo mikla þýðingu. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í málið eftir leikinn í kvöld og sagði þá:

„Þetta eru bara mannleg mistök hjá starfsmanni knattspyrnusambandsins. Maður getur ekkert sagt við því þannig en auðvitað þurfum við að setjast yfir það hvernig við ætlum að leysa svona hluti. Þetta er bara mannlegt og við getum öll gert mistök í lífinu, enginn er fullkominn. Það gera allir einhvern tíma mistök og við þurfum að styðja við þann einstakling og áfram gakk."

Steini vissi hvernig þetta gerðist en þegar hann var spurður frekar út í það sagði hann: „Það skiptir ekki máli. Þetta eru bara mannleg mistök heilt yfir og það er ekkert flóknara en það. Ekkert annað um það að segja."

Fyrirfram hefði mátt búast við að Selma Sól yrði fyrsti eða annar leikmaður af bekk. Pirraði þetta hann ekkert?

„Auðvitað pirrar þetta mig því það minnka möguleikarnir. En þegar maður getur ekki breytt einhverju þá þarf maður að tækla hlutina á annan hátt. Ég gat ekki breytt neinu á þessum tímapunkti og þurfti að vinna úr því sem ég hafði. Ég hef enga trú á að þetta komi fyrir aftur, við lærum af þessu; mistök eru til að læra af sama hvernig þau eru."

Tóku þessu eins og algjörir meistarar
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, var einnig spurð út í málið. Hún fann til með Kristínu og Selmu að sitja upp í stúku eftir að hafa tekið þátt í öllum undirbúningnum fyrir leikinn.

„Það er leiðinlegt fyrir þær að lenda í þessu og leiðinlegt fyrir okkur að þær gátu ekki verið með í leiknum. Þetta eru bara mannleg mistök og þær tóku þessu bara eins og algjörir meistarar. Þær voru til staðar fyrir liðið og við heyrðum í þeim í stúkunni. Það er það lið sem við viljum vera," sagði Glódís.

Er það ekki klaufalegt að þetta gerist fyrir svona mikilvægan leik?

„Jú, algjörlega. En þetta eru bara mistök. Við höfum öll gert mikið af mistökum. Þetta gerðist núna, en ég er viss um að þetta muni aldrei gerast aftur."

Næsti leikur Íslands er gegn Austurríki á þriðjudaginn á Laugardalsvelli. Vonandi verða stelpurnar okkar með fullan hóp í þeim leik.


Steini: Þurfti að öskra því Glódís var búin að steingleyma
Hafði aldrei tekið víti í leik - „Er búin að sjá þetta fyrir mér oft"
Athugasemdir
banner
banner
banner