Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   sun 01. september 2019 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa: Fólk er að fá mikið fyrir peninginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fólk er að fá mikið fyrir peninginn í þessum leikjum hjá okkur," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-3 sigur gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni.

Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  3 Fylkir

Breiðablik komst í 4-0, en leikurinn endaði að lokum 4-3. Geoffrey Castillion skoraði þrennu fyrir Fylki.

„Það var drama í dag eins og búið er að vera undanfarið hjá okkur. Við vorum 2-0 undir gegn bæði Val og FH, en komum gríðarlega sterkir til baka. Í dag sýnum við gríðarlegan karakter og komumst í 4-0 og hefðum getað skorað fimm eða sex. Einhvern veginn atvikast það þannig að við hleypum andstæðingnum inn í leikinn."

„Við spilum 10 síðasta hálftímann eða hvað það var. Við hefðum í rauninni getað tapað tveimur stigum, en sem betur fer þá náðum við að halda þessum þremur og höldum þrýstingi á KR."

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, sjö stigum frá toppliði KR.

„Í undanförnum leikjum ætluðum við að tryggja okkur annað sætið, það er ekki alveg í höfn en það var markmiðið. Við ætlum að klára okkar leiki og sjá hvað KR gerir. Þeir eru í kjörstöðu."
Athugasemdir
banner
banner