Arsenal er búið að nýta sér ákvæði í samningum tveggja leikmanna samkvæmt heimildum ESPN.
Leikmennirnir sem um ræðir eru Bukayo Saka og William Saliba en þeir hafa báðir verið frábærir á þessari leiktíð.
Samningar þeirra áttu að renna út eftir leiktíðina en þeir voru bæðir með ákvæði í núgildandi samningum sínum sem gerir Arsenal kleift að framlengja samning þeirra um eitt ár.
Samkvæmt ESPN þá er félagið búið að virkja ákvæðin en félagið er að vinna í því að framlengja við þá báða til lengri tíma.
Arsenal er einnig í viðræðum við Gabriel Martinelli en samningur hans rennur út á næsta ári.
Athugasemdir