Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Bergmann sýndi stáltaugar undir lokin og jafnaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Köln og Düsseldorf gerðu í dag 1-1 jafntefli í þýsku 2. Bundesliga. Það var íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sem skoraði jöfnunarmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma úr vítaspyrnu.

Staðan í hálfleik var markalaus en heimamenn í Köln komust yfir á 67. mínútu. Á 88. mínútu fékk svo Düsseldorf vítaspyrnu eftir að varnarmaður Köln handlék boltann ansi klaufalega eftir fyrigjöf.

Ísak þurfti að bíða í rúma mínútu áður en hann fékk að taka vítið en það hafði engin áhrif, hann sendi markmann Köln í rangt horn og skoraði af miklu öryggi.

Þetta var áttunda mark Ísaks á tímabilinu sem fékk fyrir helgi mikið hrós í umfjöllun Bild eins og má lesa nánar um hér að ofan.

Ísak og Valgeir Lunddal Friðriksson léku allan leikinn í liði Düsseldorf. Það var mikilvægt fyrir liðið að ná inn þessu jöfnunarmarki. Liðið er í 5. sæti deildarinnar, stigi frá umspilssæti og þremur stigum frá einmitt Köln sem er í 2. sæti deildarinnar. HSV er í toppsætinu með þremur stigum meira en Düsseldorf.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner