Köln og Düsseldorf gerðu í dag 1-1 jafntefli í þýsku 2. Bundesliga. Það var íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sem skoraði jöfnunarmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma úr vítaspyrnu.
Staðan í hálfleik var markalaus en heimamenn í Köln komust yfir á 67. mínútu. Á 88. mínútu fékk svo Düsseldorf vítaspyrnu eftir að varnarmaður Köln handlék boltann ansi klaufalega eftir fyrigjöf.
Ísak þurfti að bíða í rúma mínútu áður en hann fékk að taka vítið en það hafði engin áhrif, hann sendi markmann Köln í rangt horn og skoraði af miklu öryggi.
Staðan í hálfleik var markalaus en heimamenn í Köln komust yfir á 67. mínútu. Á 88. mínútu fékk svo Düsseldorf vítaspyrnu eftir að varnarmaður Köln handlék boltann ansi klaufalega eftir fyrigjöf.
Ísak þurfti að bíða í rúma mínútu áður en hann fékk að taka vítið en það hafði engin áhrif, hann sendi markmann Köln í rangt horn og skoraði af miklu öryggi.
Þetta var áttunda mark Ísaks á tímabilinu sem fékk fyrir helgi mikið hrós í umfjöllun Bild eins og má lesa nánar um hér að ofan.
Ísak og Valgeir Lunddal Friðriksson léku allan leikinn í liði Düsseldorf. Það var mikilvægt fyrir liðið að ná inn þessu jöfnunarmarki. Liðið er í 5. sæti deildarinnar, stigi frá umspilssæti og þremur stigum frá einmitt Köln sem er í 2. sæti deildarinnar. HSV er í toppsætinu með þremur stigum meira en Düsseldorf.
???????????? Ein Geschenk der Götter ????????????#f95 | ?????? | #KOEF95 https://t.co/iHQXnwcNuK pic.twitter.com/5JDTaXTb1M
— Fortuna Düsseldorf (@f95) February 23, 2025
Athugasemdir