Portúgalski sóknartengiliðurinn Bernardo Silva skilur ekki hvers vegna Manchester City hefur ekki verið að ganga jafn vel og vanalega á nýju tímabili.
Englandsmeistararnir ríkjandi eru óvænt í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, helium 17 stigum frá toppliði Liverpool, auk þess að vera dottnir úr leik í Meistaradeildinni.
„Fyrir mér er þetta óskiljanlegt, ég er ekki með svarið við þessu. Þetta er eflaust samblanda af mörgum þáttum og þá er ég ekki bara að tala um meiðsli. Það er engin afsökun. Við erum ekki með jafn mikið sjálfstraust og áður," sagði Bernardo Silva.
Pep Guardiola þjálfari hefur þjálfað Man City í tæpan áratug og segist ekki ætla að yfirgefa félagið á erfiðum tímum.
„Ég vil vera áfram hjá Manchester City, það er markmiðið mitt. Ég er sannfærður um það."
Athugasemdir