Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 14:54
Elvar Geir Magnússon
Newcastle skoraði fjögur mörk á ellefu mínútum
Mynd: EPA
Newcastle United lenti undir gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni en er 4-1 yfir í hálfleik.

Mörkin fjögur skoraði Newcastle á ellefu mínútna kafla frá 23. til 34. mínútu.

Callum Hudson-Odoi hafði komið Forest yfir en Lewis Miley, sem er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni á þessu tímabili, jafnaði á 23. mínútu.

Jacob Murphy, sem hefur átt ævintýralega gott tímabil, kom Newcastle síðan yfir áður en hendi var dæmd og Alexander Isak skoraði svellkaldur af vítapunktinum.

Aðeins mínútu síðar skoraði sá sænski síðan sitt annað mark og fjórða mark heimamanna. Newcastle mun fara upp í fimmta sæti deildarinnar með sigri.

Klukkan 16:30 verður leikur Manchester City og Liverpool á dagskrá.

Hálfleikur: Newcastle 4 - 1 Nott. Forest
0-1 Callum Hudson-Odoi ('6 )
1-1 Lewis Miley ('23 )
2-1 Jacob Murphy ('25 )
3-1 Alexander Isak ('33 , víti)
4-1 Alexander Isak ('34 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 27 19 7 1 64 26 +38 64
2 Arsenal 26 15 8 3 51 23 +28 53
3 Nott. Forest 26 14 5 7 44 33 +11 47
4 Man City 26 13 5 8 52 37 +15 44
5 Newcastle 26 13 5 8 46 36 +10 44
6 Bournemouth 26 12 7 7 44 30 +14 43
7 Chelsea 26 12 7 7 48 36 +12 43
8 Aston Villa 27 11 9 7 39 41 -2 42
9 Brighton 26 10 10 6 42 38 +4 40
10 Fulham 26 10 9 7 38 35 +3 39
11 Brentford 26 11 4 11 47 42 +5 37
12 Tottenham 26 10 3 13 53 38 +15 33
13 Crystal Palace 26 8 9 9 31 32 -1 33
14 Everton 26 7 10 9 29 33 -4 31
15 Man Utd 26 8 6 12 30 37 -7 30
16 West Ham 26 8 6 12 30 47 -17 30
17 Wolves 26 6 4 16 36 54 -18 22
18 Ipswich Town 26 3 8 15 24 54 -30 17
19 Leicester 26 4 5 17 25 59 -34 17
20 Southampton 26 2 3 21 19 61 -42 9
Athugasemdir
banner
banner