Cagliari 0 - 1 Juventus
0-1 Dusan Vlahovic ('12)
0-1 Dusan Vlahovic ('12)
Juventus heimsótti Cagliari í lokaleik dagsins í efstu deild ítalska boltans og var Dusan Vlahovic í byrjunarliðinu með Randal Kolo Muani á bekknum.
Vlahovic endurlaunaði Thiago Motta þjálfara traustið með marki á tólftu mínútu leiksins.
Juve var sterkari aðilinn allan leikinn en heimamenn í liði Cagliari vörðust vel og voru skeinuhættir.
Hvorugu liði tókst þó að skora og urðu lokatölur leiksins 0-1 fyrir Juventus.
Þetta er fjórði sigur Juve í röð í deildinni og fer liðið upp í fjórða sæti deildarinnar. Þar er liðið átta stigum á eftir toppliði Inter.
Cagliari er fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir