Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Yamal ósáttur með dómarann: Ekki brot!
Mynd: EPA
Spænska ungstirnið Lamine Yamal var á sínum stað í byrjunarliði Barcelona sem vann í Las Palmas í gær. Hann spilaði fyrstu 85 mínútur leiksins og lagði upp mark.

Leikmenn Las Palmas tóku hart á andstæðingum sínum frá Barcelona en Adrián Cordero lét leikinn fljóta mikið og gaf sárafá spjöld.

Yamal fann sérstaklega fyrir hörku andstæðinganna og var svekktur með að dómarinn hafi verið svona linur.

Hann birti mynd á Instagram af blóðugum tánum sínum eftir leik og lét skilaboð fylgja með: Ekki brot!

Myndina má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner