Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
banner
   sun 23. febrúar 2025 11:24
Elvar Geir Magnússon
Metáhorf á City - Liverpool í Egyptalandi
Marmoush er nýorðinn 26 ára og á 35 landsleiki fyrir Egyptaland.
Marmoush er nýorðinn 26 ára og á 35 landsleiki fyrir Egyptaland.
Mynd: EPA
Manchester City og Liverpool mætast klukkan 16:30 að íslenskum tíma í dag. Egypska þjóðin verður límd fyrir framan skjáinn en búist er við því að metáhorf verði á leikinn í landinu.

Tveir vinsælustu fótboltamenn Egypta eru að fara að mætast, sóknarmennirnir Omar Marmoush og Mohamed Salah. Marmoush, sem var keyptur til City frá Frankfurt í janúar, skoraði þrennu gegn Newcastle á dögunum og Salah er kominn langt með að skjóta Liverpool til Englandsmeistaratitilsins.

„Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessum leik, sérstaklega þar sem tvö stærstu félög Englands eru að fara að mætast. Egyptar trúa því að Marmoush geti fetað í fótspor Salah með afrekum sínum," segir egypski íþróttafréttamaðurinn Hamed Wagdy við Guardian.

„Þessi leikur kemur degi eftir borgarslaginn milli Al Ahly og Zamalek í Kaíró. Það eru því nánast allir fótboltaáhugamenn landsins að fara að horfa á þennan leik. Áhorfið í Egyptalandi verður ekki undir 10 milljónum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner