Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 14:10
Elvar Geir Magnússon
Championship: Luton nálgast fall um tvær deildir á tveimur árum
Watford vann grannaslaginn.
Watford vann grannaslaginn.
Mynd: WatfordFC
Watford 2 - 0 Luton
1-0 Tom Dele-Bashiru ('11 , víti)
2-0 Edo Kayembe ('23 )

Einn leikur var í Championship-deildinni í dag en Watford vann grannaslag gegn Luton 2-0. Verðskuldaður sigur Watford sem er í níunda sæti og nálgast umspilssæti. Liðið er þremur stigum frá umspilinu sem stendur.

Hvorki gengur né rekur hjá Luton sem féll úr úrvalsdeildinni í fyrra. Liðið er nú í neðsta sæti Championship-deildarinnar og virðist ætla að lenda í klóm falldraugsins annað árið í röð. Luton er fimm stigum frá öruggu sæti.

Watford komst yfir á elleftu mínútu í dag en markvörður Luton, Thomas Kaminski, braut á Mamadou Doumbia og vítaspyrna dæmd. Tom Dele-Bashiru fór á punktunn og skoraði. Edo Kayembe tvöfaldaði forystuna þegar hann skoraði af stuttu færi á 23. mínútu og mörkin urðu ekki fleiri.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 33 21 9 3 68 20 +48 72
2 Sheffield Utd 33 22 6 5 47 23 +24 70
3 Burnley 34 18 14 2 43 9 +34 68
4 Sunderland 34 17 11 6 50 31 +19 62
5 West Brom 34 12 15 7 44 31 +13 51
6 Blackburn 34 15 6 13 39 34 +5 51
7 Coventry 34 14 8 12 46 42 +4 50
8 Bristol City 34 12 13 9 43 38 +5 49
9 Watford 34 14 6 14 45 48 -3 48
10 Norwich 34 12 11 11 55 47 +8 47
11 Millwall 34 11 12 11 34 34 0 45
12 Sheff Wed 34 12 9 13 46 54 -8 45
13 Middlesbrough 33 12 8 13 51 45 +6 44
14 QPR 34 11 11 12 40 43 -3 44
15 Preston NE 34 9 15 10 36 41 -5 42
16 Swansea 34 11 7 16 37 46 -9 40
17 Portsmouth 34 10 9 15 43 56 -13 39
18 Oxford United 34 9 11 14 34 49 -15 38
19 Stoke City 33 8 11 14 33 44 -11 35
20 Hull City 33 8 9 16 33 43 -10 33
21 Cardiff City 33 7 12 14 36 55 -19 33
22 Plymouth 34 6 12 16 36 68 -32 30
23 Derby County 34 7 8 19 33 47 -14 29
24 Luton 34 7 7 20 31 55 -24 28
Athugasemdir
banner