Hollenska félagið PSV Eindhoven er búið að staðfesta komu sóknarleikmannsins Lucas Pérez til félagsins á frjálsri sölu.
Pérez er búinn að vera samningslaus síðan í lok janúar þegar hann fékk að rifta samningi sínum við Deportivo La Coruna í næstefstu deild á Spáni.
Pérez er 36 ára gamall og hefur komið að 8 mörkum í 20 leikjum á tímabilinu.
Hann mun koma til með að hjálpa liðinu í sóknarleiknum eftir að Ricardo Pepi meiddist í sigri gegn Liverpool seint í janúar.
PSV Eindhoven mætir Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið Juventus óvænt úr leik. Pérez verður þó ekki gjaldgengur gegn sínu gamla félagi því búið er að loka fyrir skráningu á nýjum leikmönnum í Meistaradeildarhópana.
Athugasemdir