Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 19:17
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Lookman svaraði fyrir sig með tvennu
Mynd: EPA
Empoli 0 - 5 Atalanta
0-1 Emmanuel Gyasi ('27 , sjálfsmark)
0-2 Mateo Retegui ('33 )
0-3 Ademola Lookman ('43 )
0-4 Ademola Lookman ('55 )
0-5 Davide Zappacosta ('74 )

Sóknarmaðurinn knái Ademola Lookman var gagnrýndur harkalega af Gian Piero Gasperini eftir tap gegn Club Brugge í Meistaradeild Evrópu.

Leikmaðurinn var ósáttur með gagnrýnina og birti opinbera tilkynningu til að verja sig, en hann var þó í byrjunarliðinu á útivelli gegn Empoli í dag og svaraði fyrir sig með laglegri tvennu.

Lookman skoraði tvö mörk í fimm marka sigri og er Atalanta núna þremur stigum á eftir toppliði Inter þegar tólf umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Empoli er í fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti.

   19.02.2025 14:10
Lookman gefur út yfirlýsingu eftir ummæli þjálfara síns

Athugasemdir
banner
banner