Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Salah og Hall bestir - De Bruyne fjarkaður
Mynd: EPA
Mynd: Newcastle
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool sigraði Englandsmeistara Manchester City á útivelli og var Mohamed Salah besti maður vallarins með mark og stoðsendingu í 0-2 sigri. Hann fær 9 í einkunn og var Luis Díaz næstbestur með 8.

Kevin De Bruyne var lakastur á vellinum með 4 í einkunn og þá fá Nathan Aké og Andy Robertson aðeins 5 fyrir sinn þátt.

Í Newcastle sigruðu heimamenn í sjö marka leik gegn Nottingham Forest þar sem liðin mættust í Meistaradeildarbaráttunni.

Varnarmaðurinn efnilegi Lewis Hall var besti maður vallarins en hann átti tvær stoðsendingar í 4-3 sigri. Hall fær 8 í einkunn, alveg eins og Alexander Isak sem skoraði tvennu.

Man City: Ederson (6), Lewis (6), Khusanov (6), Ake (5), Gvardiol (6), Nico (6), Savinho (7), De Bruyne (4), Foden (6), Doku (7), Marmoush (6).
Varamaður: McAtee (6)

Liverpool: Alisson (7), Robertson (5), Can Dijk (7), Konate (7), Alexander-Arnold (5), Mac Allister (6), Gravenberch (6), Jones (6), Szoboszlai (7), Salah (9), Diaz (8).
Varamenn: Tsimikas (6), Endo (6)



Newcastle: Pope (5); Livramento (6), Schar (6), Burn (6), Hall (8); Willock (7), Guimaraes (7), Miley (7); Murphy (7), Isak (8), Gordon (6).
Varamenn: Tonali (6), Barnes (6)

Nott. Forest: Sels (5); Aina (5), Milenkovic (7), Murillo (6), Williams (5); Anderson (6), Dominguez (6); Elanga (6), Gibbs-White (6), Hudson-Odoi (7); Wood (6).
Varamenn: Yates (7), Sangare (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner