Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong gæti verið seldur frá Barcelona í sumar. Hann hefur síðustu ár í sífellu verið orðaður við brottför frá Börsungum.
De Jong hefur unnið sér inn sæti í byrjunarliði Barcelona undir stjórn Hansi Flick og spænskir fjölmiðlar segja hann vilja vera áfram hjá katalónska stórliðinu.
De Jong hefur unnið sér inn sæti í byrjunarliði Barcelona undir stjórn Hansi Flick og spænskir fjölmiðlar segja hann vilja vera áfram hjá katalónska stórliðinu.
Engar viðræður hafa þó enn átt sér stað um nýjan samning en þær gætu farið af stað á komandi vikum. Núgildandi samnngur hans rennur út 2026.
Ef hann gerir ekki nýjan samning þá mun Barcelona líklega reyna að selja hann í sumar til að eiga ekki á hættu að missa hann frítt frá sér eftir rúmt ár.
Ef De Jong verður seldur þá er enska úrvalsdeildin hans líklegasti áfangastaður. Liverpool hefur sýnt honum áhuga og nú segja spænskir miðlar að Arsenal sé einnig að íhuga að blanda sér í baráttuna.
De Jong hefur spilað afskaplega vel undanfarnar vikur og telur Football-Espana að líklegast sé að De Jong geri nýjan samning við Barcelona.
Athugasemdir