Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal með langflest rauð spjöld síðan Arteta tók við
Mynd: Squawka
Toppbaráttulið Arsenal tapaði óvænt heimaleik gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í gær og var Mikel Arteta gríðarlega ósáttur með frammistöðu sinna manna.

Hann sakaði sína menn um að hlaupa ekki nóg í leiknum en gagnrýndi ekki rauða spjaldið sem táningurinn Myles Lewis-Skelly fékk að líta fyrir brot á miðjum vellinum sem aftasti varnarmaður, er markið hjá Arsenal stóð algjörlega autt.

Það er ýmislegt sem Arteta hefur komið með til Arsenal og eru hornspyrnur liðsins frábært dæmi. Innköstin eru ekki af verri gerðinni en helsta vandamálið sem virðist hrjá leikmenn eru rauð spjöld.

Ekkert lið hefur fengið fleiri rauð spjöld en Arsenal hingað til á úrvalsdeildartímabilinu og ef litið er aftur í tímann.

Frá því að Arteta tók við hefur Arsenal fengið að líta 20 rauð spjöld, sem er langmest allra úrvalsdeildarfélaga.

Wolves eru í öðru sæti með 15 rauð yfir sama tíma og Everton er að lokum með 14 rauð.
Athugasemdir
banner