Neymar hefur verið að finna taktinn eftir að hann gekk aftur í raðir Santos, uppeldisfélags síns.
Neymar hefur spilað síðustu sex leiki í röð hjá Santos en hann átti stórleik í gær gegn Inter de Limeira. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 0-3 sigri Santos.
Neymar hefur spilað síðustu sex leiki í röð hjá Santos en hann átti stórleik í gær gegn Inter de Limeira. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 0-3 sigri Santos.
Það er athyglisvert að Neymar er nú þegar búinn að spila fleiri mínútur fyrir Santos en hann gerði fyrir Al-Hilal í Sádi-Arabíu.
Hann gekk í raðir Santos fyrir þremur vikum síðan eftir að hafa verið á mála hjá Al-Hilal frá því í ágúst 2023. Hann þénaði gríðarlegar upphæðir fyrir Al-Hilal en var aldrei í standi til að spila fyrir liðið.
Athugasemdir