Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 18:24
Ívan Guðjón Baldursson
England: Salah skoraði og lagði upp gegn City
Mynd: EPA
Manchester City 0 - 2 Liverpool
0-1 Mohamed Salah ('14)
0-2 Dominik Szoboszlai ('37)

Liverpool er að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sannfærandi sigur á útivelli gegn ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City í dag.

Mohamed Salah var í aðalhlutverki í stórslagnum þar sem hann skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu og lagði svo upp fyrir Dominik Szoboszlai rúmlega 20 mínútum síðar.

Man City hélt boltanum vel innan liðsins en átti í miklum erfiðleikum með að finna glufur á skipulögðum varnarleik Liverpool.

Heimamenn áttu ýmsar marktilraunir í fyrri hálfleik en þær voru ekki sérlega hættulegar, á meðan Liverpool nýtti sín færi til hins ítrasta.

Leikurinn hélt áfram í sama fari í síðari hálfleik. Marktilraunir City urðu aðeins hættulegri en boltinn rataði þó aldrei í netið. Lokatölur urðu 0-2 fyrir Liverpool sem er með ellefu stiga forystu á Arsenal eftir úrslit helgarinnar. Arsenal á leik til góða og getur því minnkað forystuna niður í átta stig með sigri þar.

Man City situr áfram í fjórða sæti, nú 20 stigum á eftir Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner