Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
banner
   sun 23. febrúar 2025 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno: Þekkti liðið mitt ekki í fyrri hálfleik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo þjálfari Nottingham Forest svaraði spurningum fréttamanna eftir 4-3 tap á útivelli gegn Newcastle United í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni.

Forest tók forystuna snemma leiks en Newcastle svaraði með fjórum mörkum svo staðan var 4-1 í leikhlé.

„Newcastle voru augljóslega betri í fyrri hálfleik en við vorum betri í seinni hálfleik. Það var því miður ekki nóg. Ég þekkti liðið mitt ekki í þessum fyrri hálfleik, en við vorum mun betri eftir leikhléð," sagði Nuno.

„Þetta er góður leikur til að draga lærdóm af, við munum setjast niður og fara vel yfir allt sem fór úrskeiðis og vinna að úrbótum. Bæði lið gerðu mikið af mistökum í þessum leik sem var svo sannarlega leikur tveggja hálfleika. Við byrjuðum vel, við skoruðum, en þeir völtuðu svo bara yfir okkur þar til í seinni hálfleik.

„Ég vildi óska þess að dómarinn hefði bætt 10 mínútum við venjulegan leiktíma. Við þurftum smá tíma til að skora annað mark, Newcastle var í nauðvörn undir lokin. Ég held að við hefðum náð stigi hefðum við fengið 10 mínútur í uppbótartíma."


Forest er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er með Manchester City og Newcastle á hælunum eftir slakt gengi í síðustu leikjum. Forest er búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í úrvalsdeildinni og er aðeins með þriggja stiga forystu á næstu lið fyrir neðan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner