Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í efstu deild þýska boltans þar sem stórveldi FC Bayern vann þægilegan sigur í toppbaráttuslag gegn Eintracht Frankfurt.
Michael Olise, Hiroki Ito, Jamal Musiala og Serge Gnabry skoruðu mörkin í 4-0 sigri og er Bayern með átta stiga forystu á toppi deildarinnar. Frankfurt situr í þriðja sæti, sextán stigum eftir Bayern.
Fyrr í dag gerði RB Leipzig jafntefli við fallbaráttulið Heidenheim. Gestirnir frá Heidenheim komust í tveggja marka forystu í Leipzig en heimamenn voru sterkari aðilinn og snöggir að jafna metin.
Staðan var orðin 2-2 á 64. mínútu eftir að Benjamin Sesko lagði upp og skoraði svo sjálfur úr vítaspyrnu til að jafna stöðuna. Heimamönnum tókst þó ekki að skora fleiri mörk þrátt fyrir góðar tilraunir og urðu lokatölur 2-2.
Leipzig er í sjötta sæti deildarinnar, aðeins einu stigi frá Meistaradeildarsæti. Heidenheim er í umspilsfallsæti, sex stigum frá öruggu sæti.
Bayern 4 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 Michael Olise ('45 )
2-0 Hiroki Ito ('62 )
3-0 Jamal Musiala ('83 )
4-0 Serge Gnabry ('93)
RB Leipzig 2 - 2 Heidenheim
0-1 Mathias Honsak ('6 )
0-2 Marvin Pieringer ('13 , víti)
1-2 Lois Openda ('45 )
2-2 Benjamin Sesko ('64 , víti)
Athugasemdir