Marco Asensio og Marcus Rashford fóru fyrir Aston Villa þegar liðið vann endurkomusigur gegn Chelsea í úrvalsdeildinni í kvöld.
Enzo Fernandez sá til þess að Chelsea var með forystuna í hálfleik en Asensio skoraði bæði mörk Aston Villa í 2-1 sigri en Rashford lagði bæði mörkin upp eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik.
Enzo Fernandez sá til þess að Chelsea var með forystuna í hálfleik en Asensio skoraði bæði mörk Aston Villa í 2-1 sigri en Rashford lagði bæði mörkin upp eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik.
„Við vitum hvað Rashford getur. Hann hjálpar okkur mikið, við erum svo ánægðir, takk fyrir stoðsendingarnar," sagði Asensio.
Asensio gekk til liðs við Aston Villa á lokadegi félagaskiptagluggans í janúar frá PSG á láni og Rashford gekk einnig til liðs við Villa á lokadeginum frá Man Utd.
„Þetta var mikilvægt skref fyrir mig, þetta er skref fram á við. Félagið, Emery og starfsliðið treystir mér. Það er aðal atriðið fyrir fótboltamann," sagði Asensio.
Athugasemdir