Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Hakimi hetjan gegn Lyon
Mynd: PSG
Lyon 2 - 3 PSG
0-1 Achraf Hakimi ('53)
0-2 Ousmane Dembele ('59)
1-2 Rayan Cherki ('83)
1-3 Achraf Hakimi ('85)
2-3 Corentin Tolisso ('92)

Stórveldi PSG heimsótti Lyon í stórleik helgarinnar í franska boltanum og var staðan markalaus í leikhlé. PSG fékk tvö dauðafæri í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta þau.

Achraf Hakimi tók forystuna fyrir gestina frá París snemma í síðari hálfleik og tvöfaldaði Ousmane Dembélé forystuna skömmu síðar.

Heimamenn í liði Lyon vöknuðu til lífsins við þetta en áttu í erfiðleikum með að skapa sér góð færi þar til Rayan Cherki minnkaði muninn á 83. mínútu.

Hakimi var snöggur að svara fyrir gestina og tvöfaldaði forystuna á ný á 85. mínútu.

Heimamenn gáfust ekki upp og minnkuðu muninn aftur niður í eitt mark í uppbótartíma en tókst þó ekki að jafna. Corentin Tolisso skoraði markið.

PSG er með þrettán stiga forystu á toppi frönsku deildarinnar, þegar ellefu umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Lyon er í sjötta sæti eftir tapið, fimm stigum frá Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner